Skilmálar
UM SELJANDA
Seljandi er B men ehf. kt. 4604110920. VSK 107726. Laugavegur 77, 101 Reykjavík.
VÖRUVERÐ & SENDINGAR
Óski viðskiptavinir að fá að sækja vöruna skal hafa samband við okkur: karlmenn@simnet.is / 5513033
Karlmenn herrafataverslun áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Verslunin áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun.
Enginn kostnaður er við heimsendingu á pöntunum yfir 10.000 kr. Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Afhendingatími er 3-5 virkir dagar.
Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt póstfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.
SKIL & ENDURGREIÐSLUR
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta eða endurgreiðsla. Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.
Inneignarnótur er ekki hægt að nota á útsölu.
ÞJÓNUSTA & GÆÐI
Okkur er það mikilvægast að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þjónustu og vöru, og því reynum við eftir fremsta megni að tryggja 100% gæði og frábæra þjónustu. Við munum gera það með því að tryggja hraða svörun, skilvirka heimsendingu og tileinka okkur lausnamiðaða hugsun. Við viljum benda á að við svörum öllum fyrirspurnum og ef það er eitthvað sem þú ert óánægð/ur með viljum við hvetja þig til að hafa samband við okkur hér á síðunni eða í tölvupóst karlmenn@simnet.is.
GÖLLUÐ VARA
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir.
GREIÐSLULEIÐIR
Hægt er að greiða með öllum helstu Debit- og Kreditkortum. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Korta/Rapyd. Einnig er hægt að greiða með millifærslu en allar upplýsingar um millifærslu verða veittar við staðfestingu pöntunar.
PERSÓNUVERND
Aldrei munu upplýsingar viðskiptavina okkar fara í gegnum þriðja aðila. Viðskiptavinir hafa lagalegan rétt til þess að óska eftir skoðun á þeim gögnum sem til eru og einnig að óska eftir breytingum á þeim gögnum.
TRÚNAÐUR
LÖG OG VARNARÞING
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.